Um okkur

Á bakvið Fjölnota eru æskuvinkonurnar Kristín og Lína Rut. Við ólumst upp á Hvammstanga, þar sem Kristín býr í dag með manni sínum og tveim börnum. Lína aftur á móti býr á Akureyri, einnig með eiginmanni og tveim dætrum.

Hugmyndin að Fjölnota vaknaði þegar okkur ofbauð einfaldlega allt það plast og allt það rusl sem fór út af heimilum okkar í hverri viku. Okkur féllust í upphafi hendur, en svo ákváðum við að það yrði bara að taka eitt stykki í einu – og það er ekki til nein ein lausn sem hentar öllum.

Við horfðum bara á það sem við vorum að henda og reyndum að upphugsa eitthvað fjölnota sem við gætum notað í staðinn fyrir þá einnota hluti sem enduðu í ruslinu. Við tökum báðar gjarnan nesti með okkur í vinnu, og í haust eru þrjú af fjórum börnum okkar í grunnskóla og taka með sér nesti á morgnana. Þar hófst því ferðalagið; með samloku- og snarlpokunum. Í kjölfarið komu svo grænmetispokar og blautpokar, og nú nýlega fórum við að framleiða áhaldapoka og bjóða upp á fjölnota rör.

Þann 16. september 2016 opnuðum við Facebook síðuna okkar, og fórum að bjóða vörurnar okkar til kaups.

Alla samloku-, snarl- og áhaldapoka saumum við sjálfar, en grænmetispokarnir og blautpokarnir eru saumaðir fyrir okkur erlendis.

Hugmyndin er að auka vöruúrvalið jafnt og þétt, en fókusinn er alltaf að taka fyrir eitthvað sem við notum og hendum.

Við tökum glaðar við hugmyndum, vangaveltum og fyrirspurnum á netfangið okkar fjolnota[hjá]fjolnota.is.